Um Húsasmiðjuna
Hvað er Húsasmiðjan?
Húsasmiðjan er leiðandi byggingavöruverslun á landsvísu og þjónustar bæði einstaklingum og aðilum í byggingariðnaði.
Húsasmiðjan er leiðandi byggingavöruverslun á landsvísu og þjónustar bæði einstaklingum og aðilum í byggingariðnaði. Húsasmiðjan rekur 14 verslanir undir merkjum Húsasmiðjunnar, sjö undir merkjum Blómavals og fjórar undir merkjum Ískrafts, samtals 25 á landsvísu.
Húsasmiðjan leggur áherslu á að nýta til hins ítrasta, hæfni, frumkvæði og þekkingu samhents hóps rúmlega 500 starfsmanna, sem starfa hjá fyrirtækinu. Höfuðstöðvar fyrirtækisins eru í Kjalarvogi 12.
Húsasmiðjan er hluti af dönsku byggingavörukeðjunni BYGMA sem starfrækir verslanir í Danmörku, Svíþjóð, Íslandi og Færeyjum. Hjá BYGMA starfa samtals um 2.400 manns í meira en 100 verslunum. Bygma á sér langa og farsæla sögu en fjölskyldufyrirtækið fagnar 70 ára afmæli árið 2022.
Markmið okkar
Húsasmiðjan er leiðandi verslunar og þjónustufyrirtæki á bygginga- og heimilisvörumarkaði. Markmið fyrirtækisins er að veita framúrskarandi þjónustu, rétt vöruúrval og samkeppnishæft verð, í sátt við umhverfi og samfélag.
Lykiltölur
Viðskiptalíkan
Húsasmiðjan er leiðandi verslunar og þjónustufyrirtæki á bygginga- og heimilisvörumarkaði. Markmið fyrirtækisins er að veita framúrskarandi þjónustu, rétt vöruúrval og samkeppnishæft verð í sátt við umhverfi og samfélag.
Skipurit
Framkvæmdastjórn
Hjá Húsasmiðjunni sitja átta einstaklingar í framkvæmdastjórn fyrirtækisins. Hún tekur allar stefnumótandi ákvarðanir og þar með ákvarðanir varðandi umhverfis-, sjálfbærni- og samfélagsmál. Verkefnastjóri Umhverfis- og samfélagsmála starfar á fagsölusviði og sér um að halda utan um aðgerðir varðandi ofangreind mál í samráði við stjórn fyrirtækisins.
Árni Stefánsson
Forstjóri Húsasmiðjunnar
Guðrún Tinna Ólafsdóttir
Framkvæmdastjóri verslunarsviðs
Edda Björk Kristjánsdóttir
Mannauðsstjóri
Magnús Magnússon
Markaðsstjóri
Magnús G. Jónsson
Framkvæmdastjóri fjármálasviðs
Pétur Andrésson
Framkvæmdastjóri vörusviðs
Kenneth Breiðfjörð
Framkvæmdastjóri fagsölusviðs
Brynjar Stefánsson
Framkvæmdastjóri Ískrafts
Hagaðilar
Allir starfsmenn Húsasmiðjunnar þiggja laun sem uppfylla ákvæði kjarasamninga og flestir starfsmenn eru í formlegum stéttarfélögum. Húsasmiðjan hefur ekki farið í sérstaka greiningu á hagsmunaaðilum heldur notast við almenna skilgreiningu á hagaðilum. Fyrirtækið gerir reglulega viðhorfskannanir á meðal viðskiptavina og starfsmanna varðandi þjónustu og starfsánægju innan fyrirtækisins. Einnig eru framkvæmd reglulega starfsmannaviðtöl og haldnir upplýsingafundir.
Um skýrsluna
Efnistök skýrslunnar og viðfangsefni byggja á greiningarvinnu sem gerð var af völdum einstaklingum innan fyrirtækisins. Þessi vinna tekur fyrst og fremst mið af samfélagsáhrifum fyrirtæksins, og hvernig það getur stutt við hagsmunaaðila og viðskiptavini við að byggja á sjálfbærari hátt. Jafnframt tengjast þau útvöldum Heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna sem Húsasmiðjan telur að tengist beint eða óbeint starfsemi fyrirtækisins.
Í skýrslunni er gerð grein fyrir rekstri starfstöðva Húsasmiðjunnar á Íslandi, þar með talin Blómaval og Ískraft. Þau gögn sem þar koma fram varðandi losun fyrirtækisins afmarkast við beina og óbeina losun frá rekstri fyrirtækisins, ásamt því að taka til losunar frá förgun úrgangs og flugferðum starfsmanna. Skýrslan afmarkast við starfsemi Húsasmiðjunnar. Breytingar á skipuriti voru framkvæmdar og samþykktar árið 2022.
Upplýsingar í skýrslunni er fengnar úr ársreikningi og umhverfisuppgjöri fyrirtækisins og eiga við árið 2021. Gögn varðandi áhrif fyrirtækisins á umhverfið eru fengin í gegnum forrit Klappa sem tekur saman og heldur utan um gögnin fyrir Húsasmiðjuna. Upplýsingar varðandi samfélagsuppgjör eru fengin úr innri kerfum fyrirtækisins. Í skýrslunni eru viðfangsefnin fjölbreytt og mörg þeirra hafa beina eða óbeina tengingu við Heimsmarkmiðin. Meðal þess sem fjallað er um, eru umhverfismál og losun gróðurhúsalofttegunda, samfélagslegir þættir á vinnustað, s.s. jafnrétti á vinnustað, starfsöryggi og vinnuvernd, mannauður, vistvænar vörur og umhverfisvottanir. Húsasmiðjan hefur frá árinu 2019 verið hluti af samfélagsskýrslu Bygma samsteypunnar og mun halda því áfram, ásamt því að gefa út sína eigin sjálfbærniskýrslu fyrir 2021.
Skýrslan gildir fyrir tímabilið 1. janúar 2021 til 31. desember 2021. Sambærileg skýrsla verður gefin út árlega. Unnið er í samræmi við GRI staðalinn: Core. Upplýsingar eru ekki yfirfarnar af þriðja aðila.
Starfstöðvar Húsasmiðjunnar, Blómavals og Ískrafts.
Aðild að samtökum
Húsasmiðjan er aðili að Viðskiptaráði Íslands, Samtökum verslunar og þjónustu, Samtökum atvinnulífsins og Stjórnvísi. Einnig er fyrirtækið aðili að Festu, Miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni, ásamt samtökunum Grænni byggð.
Tengiliður vegna skýrslu
Jón Þórir Þorvaldsson.
Verkefnastjóri Umhverfis- og samfélagsmála.
jonthorv@husa.is
Sími: 6603057